Virðum rétt barna og ungmenna til vímulauss lífs Ingrid Kuhlman skrifar 29. október 2011 06:00 Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ingrid Kuhlman Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun