Ungur maður var myrtur á heimili sínu í Ósló, höfuðborg Noregs, í fyrrinótt og annar komst illa særður á slysadeild. Meintur árásarmaður var handtekinn í bakgarði hússins þar sem morðið átti sér stað.
Verknaðurinn hefur vakið mikinn óhug í Ósló, en fimm morð hafa verið framin í borginni á síðasta mánuði og alls 27 morð í Noregi frá áramótum, að undanskildum voðaverkum Anders Breivik.
Mennirnir þrír, fórnarlömbin og meintur gerandi, hafa ekki áður komið við sögu lögreglu. - þj
Fimmta morðið á einum mánuði
