Hreyfing sem meðferð 2. nóvember 2011 22:30 Jón Steinar Jónsson læknir. Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira