Hreyfing sem meðferð 2. nóvember 2011 22:30 Jón Steinar Jónsson læknir. Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira