Það voru bara tvær mínútur eftir af æfingunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 07:00 Einar Ingi Hrafnsson spilar ekki handbolta fyrr en á næsta ári. Mynd/Stefán Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira