Lýðræðinu hætta búin með viðskiptasamningi Smári McCarthy skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar