Af hverju varð náttúran útundan? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun