Erlent

Dómstólarnir fái að ráða sínu

Jens SToltenberg
Jens SToltenberg
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur staðfastlega neitað að tjá sína persónulegu skoðun á því að fjöldamorðinginn Anders Breivik hafi verið úrskurðaður ósakhæfur.

Fram kemur í Aftenposten að Stoltenberg hafi verið þráspurður en hann svarað því til að stjórnmálin hefðu sín takmörk. Úrskurður væri á forræði dómstólanna og það varðaði grundvallarreglur réttarríkja. „Við ættum að fagna því að búa í ríki þar sem stjórnmálamenn ráða engu um það hverjir þurfi að svara til saka fyrir rétti og hvers konar refsingar þeir fá,“ sagði hann.

Spurður um líðan þegar hann frétti af úrskurðinum sagði Stoltenberg: „Tilfinningar mínar hafa ekkert með málið að gera.“- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×