Kynjafræði í framhaldsskólum Jón Karl Einarsson skrifar 6. desember 2011 06:00 Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar