Stöðvum málið á hendur Geir Haarde Atli Heimir Sveinsson skrifar 17. desember 2011 07:00 Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun