Stöðvum málið á hendur Geir Haarde Atli Heimir Sveinsson skrifar 17. desember 2011 07:00 Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun