Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju 10. febrúar 2011 10:35 Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að á sínum tíma, fyrir sex árum síðan, fékk Abramovich ákvæði sett í samninginn um byggingu snekkjunnar að verð hennar var fastsett í 485 milljónum dollara. Síðan þá hefur raunveruleikinn og kreppan gert það að verkum að verð Eclipce er komið í um 785 milljónir dollara að mati sérfræðinga blaðsins. Síðasta áfallið fyrir Blohm & Voss við smíði snekkjunnar var að við fyrstu siglingar á henni kom í ljós að titringur frá vélarrúminu finnst um allan skrokkinn og upp í brú. Þessi titringur leiddi til þess að risastór spegill brotnaði og það klingdi í kristalglösunum um borð. Áður hafði komið í ljós að rándýrt franskt siglingarkerfi snekkjunnar virkar ekki sem skyldi. Hinsvegar hafa Blohm & Voss komið fyrir eldflaugavarnakerfi, skotheldum kýraugum, tveimur þyrluflugpöllum og kafbát um borð án vandræða. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að á sínum tíma, fyrir sex árum síðan, fékk Abramovich ákvæði sett í samninginn um byggingu snekkjunnar að verð hennar var fastsett í 485 milljónum dollara. Síðan þá hefur raunveruleikinn og kreppan gert það að verkum að verð Eclipce er komið í um 785 milljónir dollara að mati sérfræðinga blaðsins. Síðasta áfallið fyrir Blohm & Voss við smíði snekkjunnar var að við fyrstu siglingar á henni kom í ljós að titringur frá vélarrúminu finnst um allan skrokkinn og upp í brú. Þessi titringur leiddi til þess að risastór spegill brotnaði og það klingdi í kristalglösunum um borð. Áður hafði komið í ljós að rándýrt franskt siglingarkerfi snekkjunnar virkar ekki sem skyldi. Hinsvegar hafa Blohm & Voss komið fyrir eldflaugavarnakerfi, skotheldum kýraugum, tveimur þyrluflugpöllum og kafbát um borð án vandræða.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira