Fótbolti

Guardiola kemur á óvart: Busquets er besti miðjumaður heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Busquets tekur við fyrirliðabandinu af Carles Puyol.
Sergio Busquets tekur við fyrirliðabandinu af Carles Puyol. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það eru allir að tala um snillingana Xavi og Andreas Iniesta á miðjunni hjá Barcelona en þjálfarinn Pep Guardiola er samt ekki sammála því að þetta séu bestu miðjumenn liðsins.

Guardiola er hrifnari af öðrum miðjumanni eða nefnilega hinum 23 ára gamla Sergio Busquets sem er einn af þeim leikmönnum sem hafa sprungið út síðan að Guardiola tók við Barcelona-liðinu.

„Busquets er besti miðjumaður heims að mínu mati," sagði Pep Guardiola við spænska Sport-blaðið. „Hann á allt hrós skilið og ég myndi fá tækifæri til að endurfæðast þá vildi ég koma til baka eins og Sergio Busquets," sagði Guardiola.

„Ég er mjög hrifin af auðmýkt hans og hvernig hann er sáttur með sitt þrátt fyrir að fá ekki að vera í sviðsljósinu," sagði Guardiola.

„Hann er sá leikmaður sem kemur með jafnvægið í okkar lið. Liðsfélagar hans vita að við gætum ekki spilað eins og við gerum ef hann væri ekki í liðinu. Hann var frábær uppgötvun og hefur bætt sig ótrúlega á síðustu árum," sagði Guardiola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×