Fótbolti

Platini: Messi verður að vinna HM til að geta talist sá allra besti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fær hér Gullboltann frá Michel Platini í gær.
Lionel Messi fær hér Gullboltann frá Michel Platini í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi jafnaði afrek Michel Platini í gær með því að vinna Gullboltann þrjú ár í röð og Platini segir að Messi sé þegar orðinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Forseti UEFA bendir samt á það að Messi geta aldrei verið talinn sá allra besti nema að hann ná árangri með argentínska landsliðinu.

"Messi verður alltaf í hópi þeirra bestu hvort sem að hann vinnur Heimsmeistaratitilinn eða ekki. Það verður samt minningin um frammistöðu hans á HM sem mun endast í huga fólks. Sjáið bara hvað Maradona gerði 1986," sagði Michel Platini sem náði aldrei að spila úrslitaleik á HM en varð Evrópumeistari með Frökkum 1984.

"Messi er algjör perla en hann er fyrst og fremst markaskorari. Það eru engin læti í honum en hann afgreiðir leikina. Hann er besti leikmaðurinn en þarf líka að hafa besta liðið með sér. Hann er í besta liðinu hjá Barcelona og ég vona að hann fái líka að upplifa það að spila með besta liðinu hjá Argentínu," sagði Platini og bætti við:

"Ég veit að hann ætlar sér að vinna HM," sagði Platini að lokum og hver veit nema að Platini verði orðinn forseti FIFA þegar Messi færi loksins að komast í tæri við Heimsmeistarabikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×