Fótbolti

Schalke áfram eftir framlengingu | 16-liða úrslitin klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Framlengja þurfti einn leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA en þar hafði þýska liðið Schalke betur gegn Viktoria Plzen frá Tékklandi, 3-1. Klaas-Jan Huntelaar skoraði þrennu fyrir Schalke.

Huntelaar kom Schalke yfir snemma í leiknum en Tékkarnir misstu svo Marek Bakos af velli með rautt spjald á 61. mínútu. Það fékk hann fyrir að gefa leikmanni Schalke olnbogaskot.

En þrátt fyrir að vera manni færri náði Plzen að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með marki Frantissek Rajtoral. Framlengja þurfti leikinn þar sem fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli.

Huntelaar skoraði tvívegis í framlengingunni, í upphafi seinni hálfleiks og svo í uppbótartíma. Hann skaut þar með Schalke áfram í 16-liða úrslit keppninnar, þar sem liðið mætir FC Twente frá Hollandi.

AZ Alkmaar, með Jóhann Berg Guðmundsson innanborðs, komst einnig áfram í 16-liða úrslitin eftir 2-0 samanlagðan sigur á Anderlecht. Jóhann Berg var á meðal varamanna AZ í leiknum.

Hér má sjá úrslit leikjanna í kvöld og samanlögð úrslit innan sviga:

Leikir sem hófust 18.00:

Athletic Bilbao - Lokomotiv Moskva 1-0 (2-2, Athletic komst áfram á útivallarmarki)

Valencia - Stoke 1-0 (2-0)

Twente - Steaua Búkarest 1-0 (2-0)

Standard Liege - Wisla Krakow 0-0 (1-1, Standard komst áfram á útivallarmarki)

PAOK Thessaloniki - Udinese 0-3 (0-3)

PSV Eindhoven - Trabzonspor 4-1 (6-2)

Club Brugge - Hannover 0-1 (1-4)

Leikir sem hófust 20.05:

Manchester United - Ajax 1-2 (3-2)

Metalist Kharkiv - Salzburg 4-1 (8-1)

Olympiakos - Rubin Kazan 1-0 (2-0)

Anderlecht - AZ Alkmaar 0-1 (0-2)

Atletico Madrid - Lazio 1-0 (4-1)

Schalke 04 - Viktoria Plzen 3-1 (2-2)

Besiktas - Braga 0-1 (2-1)

Sporting Lisbon - Legia Varsjá 1-0 (3-2)

16-liða úrslitin:

Metalist Kharkiv - Olympiakos

Sporting Lissabon - Manchester City

Twente - Schalke

Standard Liege - Hannover 96

Valencia - PSV Eindhoven

AZ Alkmaar - Udinese

Atletico Madrid - Besiktas

Manchester United - Athletic Bilbao

Leikirnir fara fram 8. og 15. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×