Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:59 Mynd/Nordic Photos/Getty Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira