Málflutningi Sigríðar lokið Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2012 16:04 Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari flytur mál sitt. mynd/ gva Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. Hún sagði að fundargerðir ríkisstjórnarfunda, sem skylt væri að skrá, bæru með sér að málin hefðu ekkert verið rætt með formlegum hætti. „Ef ákærði hefur verið að ræða þetta í upphafi fundar eða undir önnur mál - ef hann hefur verið að kynna mönnum það sem þarna var að gerast mætti ætla að það hefði verið eðlilegt að það hefði verið skýrt frá þessum umræðum. Þess sér aldrei stað í fundargerðum,“ sagði Sigríður. Þá gagnrýndi Sigríður að ekki hafi verið haft samráð við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, og hann upplýstur um stöðu mála. „Ákærði sem verkstjóri í ríkisstjórninni bar ábyrgð á því að halda viðskiptaráðherra upplýstum – alveg burtséð frá því hvernig málum var háttað í Samfylkingunni,“ sagði Sigríður um samskiptin við Björgvin. Málflutningi Sigríðar er nú lokið. Þinghaldi hefur verið frestað til klukkan níu í fyrramálið en þá mun Andri Árnason, verjandi Geirs, flytja mál sitt. Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15. mars 2012 14:08 Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15. mars 2012 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. Hún sagði að fundargerðir ríkisstjórnarfunda, sem skylt væri að skrá, bæru með sér að málin hefðu ekkert verið rætt með formlegum hætti. „Ef ákærði hefur verið að ræða þetta í upphafi fundar eða undir önnur mál - ef hann hefur verið að kynna mönnum það sem þarna var að gerast mætti ætla að það hefði verið eðlilegt að það hefði verið skýrt frá þessum umræðum. Þess sér aldrei stað í fundargerðum,“ sagði Sigríður. Þá gagnrýndi Sigríður að ekki hafi verið haft samráð við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, og hann upplýstur um stöðu mála. „Ákærði sem verkstjóri í ríkisstjórninni bar ábyrgð á því að halda viðskiptaráðherra upplýstum – alveg burtséð frá því hvernig málum var háttað í Samfylkingunni,“ sagði Sigríður um samskiptin við Björgvin. Málflutningi Sigríðar er nú lokið. Þinghaldi hefur verið frestað til klukkan níu í fyrramálið en þá mun Andri Árnason, verjandi Geirs, flytja mál sitt.
Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15. mars 2012 14:08 Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15. mars 2012 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16
Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15. mars 2012 14:08
Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15. mars 2012 14:57