Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðustu samantekt þeirra félaga þar sem þeir fara yfir stöðuna klukkan 14 og ræða meðal annars það sem fram kom í máli Stefáns Svavarssonar, aðalendurskoðenda Seðlabankans, og Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.
Hægt er að horfa á það hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis. Næsta beina útsending er klukkan 15.

