Markalaust hjá AC Milan og Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2012 18:15 AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld. Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð í Meistaradeildinni eða alla leiki sína frá því að Barca og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum. AC Milan varð fyrsta liðið í Meistaradeildinni í vetur til þess að halda hreinu á móti Barcelona-liðinu sem var fyrir leikinn búið að skora 30 mörk í 8 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Barca var ennfremur búið að skora í 30 Evrópuleikjum í röð. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og bauð upp á fjölda færa hjá báðum liðum en það gerðist mun minna eftir hlé. Barcelona var meira með boltann en AC Milan beit einnig frá sér og átti nokkur góð færi. AC Milan byrjaði leikinn á stórsókn og fékk tvö dauðafæri strax á þriðju mínútu, fyrst Kevin-Prince Boateng og svo Robinho. Barcelona tók við sér eftir þetta og vildi frá víti á 16. mínútu þegar Christian Abbiati virtist fella Alexis Sánchez innan teigs eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu. Lionel Messi skoraði á 18. mínútu en var réttilega dæmdur rangstæður og Zlatan Ibrahimovic fékk síðan algjört dauðafæri á 21. mínútu en Victor Valdes varði frá honum. Messi og Xavi spiluðu sig í gegn á 26. mínútu en Abbiati varði vel frá Xavi. Þrátt fyrir fjölda færa þá tókst liðunum ekki að skora í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var síðan mun rólegri, liðin tóku minni áhættu og það færðist meira harka í leikinn. Liðin sættust að lokum á markalaust jafntefli sem voru nokkuð sanngjörn úrslit. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld. Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð í Meistaradeildinni eða alla leiki sína frá því að Barca og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum. AC Milan varð fyrsta liðið í Meistaradeildinni í vetur til þess að halda hreinu á móti Barcelona-liðinu sem var fyrir leikinn búið að skora 30 mörk í 8 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Barca var ennfremur búið að skora í 30 Evrópuleikjum í röð. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og bauð upp á fjölda færa hjá báðum liðum en það gerðist mun minna eftir hlé. Barcelona var meira með boltann en AC Milan beit einnig frá sér og átti nokkur góð færi. AC Milan byrjaði leikinn á stórsókn og fékk tvö dauðafæri strax á þriðju mínútu, fyrst Kevin-Prince Boateng og svo Robinho. Barcelona tók við sér eftir þetta og vildi frá víti á 16. mínútu þegar Christian Abbiati virtist fella Alexis Sánchez innan teigs eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu. Lionel Messi skoraði á 18. mínútu en var réttilega dæmdur rangstæður og Zlatan Ibrahimovic fékk síðan algjört dauðafæri á 21. mínútu en Victor Valdes varði frá honum. Messi og Xavi spiluðu sig í gegn á 26. mínútu en Abbiati varði vel frá Xavi. Þrátt fyrir fjölda færa þá tókst liðunum ekki að skora í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var síðan mun rólegri, liðin tóku minni áhættu og það færðist meira harka í leikinn. Liðin sættust að lokum á markalaust jafntefli sem voru nokkuð sanngjörn úrslit.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira