Þórður Magnússon: Búið að "hringla alveg óskaplega í sköttunum“ 28. mars 2012 11:11 Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér. Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér.
Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira