Reynir: Real Madrid er ekki of stór biti fyrir Bæjara 17. apríl 2012 10:45 Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson eru sérfræðingar Stöðvar 2 í Meistaradeildarmörkunum. Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. „Fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er oft lagður upp eins og "skák". Þjálfararnir leggja mikið upp úr því að leikmenn fari rólega af stað og geri engin mistök. Ég er samt á þeirri skoðun að þessi leikur eigi eftir að bjóða upp á mikla skemmtun. Leikurinn í kvöld er konfektkassi sem er fullur af fótboltagóðgæti. Real Madrid er vissulega stór biti fyrir FC Bayern München en ekki of stór biti," segir Reynir Leósson og bætir við: „Ég tel að FC Bayern sé það lið sem geti veitt spænsku liðunum hvað mesta keppni í Meistaradeildinni. Þjóðverjarnir hafa verið gríðarlega öflugir og þá sérstaklega í meistaradeildinni. Þeir eru að missa af meistaratitlinum í heimalandinu en Meistaradeildin hefur verið þeirra mót í vetur. Að mínu mati getur FC Bayern hæglega slegið Real Madrid úr leik," sagði Reynir en ítarleg umfjöllun um leikinn hefst kl. 18 þar sem að knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir málin í þætti Þorsteins J. „Það eru gríðarleg gæði sem búa í liði Real Madrid og FC Bayern verður að forðast það að fá á sig mark á heimavelli. Veikasti hlekkur FC Bayern eru miðverðirnir Jérôme Boateng og Holger Badstuber. Þeir eru alls ekkert lélegir leikmenn ef það er hægt að finna veikleika hjá þessu liði þá eru það þessir leikmenn. Ég á von á því Þjóðverjarnir fari frekar rólega inn í leikinn gegn Real Madrid, ólíkt því sem þeir gerðu gegn Basel og Marseille, þar sem þeir voru á útivelli í fyrri leiknum. Sóknarleikur Real Madrid er öflugur og FC Bayern þarf að leggja áherslu á að tvöfalda og vera með góða hjálparvörn gegn þeim Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuaín. FC Bayern fór gjörsamlega hamförum í sóknarleiknum gegn Basel en ég á ekki von á því gegn Real Madrid. Það er mitt mat að Jupp Heynckes þjálfari FC Bayern muni ekki setja einhvern leikmann í „maður á mann" varnarleik gegn Ronaldo. Þeir munu þess í stað hjálpast að með varnarleikinn gegn Ronaldo." Reynir segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá liði Real Madrid frá því að Jose Mourinho tók við liðinu. „Mourinho þjálfari Real Madrid mun eflaust leggja áherslu á að Ronaldo verði mjög virkur í sóknarleiknum á vinstri vængnum. Arjen Robben er ekki sá besti í hjálparvörninni og Philipp Lahm hægri bakvörður FC Bayern þarf að fá mikla hjálp frá Hollendingnum í þessum leik". Reynir bætir því við að Þjóðverjarnir séu alltaf líklegir til þess að skora mark og agaður varnarleikur liðsins geti skilað góðum úrslitum á heimavelli. Arjen Robben hefur verið mjög vaxandi á þessari leiktíð, Franck Ribéry er frábær leikmaður og ekki má gleyma Mario Gómez sem hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum. Aðeins Lionel Messi hjá Barcelona og Ronaldo hjá Real Madrid hafa gert betur í Meistaradeildinni í vetur. Það getur því allt gerst í þessum leik." „Mourinho hefur lagt mikla áherslu á að laga varnarleik liðsins frá því hann tók við liðinu. Hann er óhræddur við að „pakka" í vörn ef þess er þörf og gefa langar sendingar fram völlinn. Þetta er einkenni Mourhino. Real Madrid, þetta stóra og þekkta félag, fer núna í útileiki leikur af varfærni og yfirvegun. Liðið er yfirleitt alltaf með tvo varnartengiliði fyrir framan fjögurra manna varnarlínu. Sami Khedira og Xabi Alonso eru gríðarlega duglegir á miðjunni – og það hefur oft skort hjá Real Madrid í gegnum tíðina, að vera með menn á miðjunni sem geta varist. Real Madrid náði fínum úrslitum gegn CSKA Moskvu í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem liðið skoraði mark á útivelli í 1-1 jafnteflisleik. Það var fínt veganesti fyrir síðari leikinn sem endaði 4-1," sagði Reyni Leósson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. „Fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er oft lagður upp eins og "skák". Þjálfararnir leggja mikið upp úr því að leikmenn fari rólega af stað og geri engin mistök. Ég er samt á þeirri skoðun að þessi leikur eigi eftir að bjóða upp á mikla skemmtun. Leikurinn í kvöld er konfektkassi sem er fullur af fótboltagóðgæti. Real Madrid er vissulega stór biti fyrir FC Bayern München en ekki of stór biti," segir Reynir Leósson og bætir við: „Ég tel að FC Bayern sé það lið sem geti veitt spænsku liðunum hvað mesta keppni í Meistaradeildinni. Þjóðverjarnir hafa verið gríðarlega öflugir og þá sérstaklega í meistaradeildinni. Þeir eru að missa af meistaratitlinum í heimalandinu en Meistaradeildin hefur verið þeirra mót í vetur. Að mínu mati getur FC Bayern hæglega slegið Real Madrid úr leik," sagði Reynir en ítarleg umfjöllun um leikinn hefst kl. 18 þar sem að knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir málin í þætti Þorsteins J. „Það eru gríðarleg gæði sem búa í liði Real Madrid og FC Bayern verður að forðast það að fá á sig mark á heimavelli. Veikasti hlekkur FC Bayern eru miðverðirnir Jérôme Boateng og Holger Badstuber. Þeir eru alls ekkert lélegir leikmenn ef það er hægt að finna veikleika hjá þessu liði þá eru það þessir leikmenn. Ég á von á því Þjóðverjarnir fari frekar rólega inn í leikinn gegn Real Madrid, ólíkt því sem þeir gerðu gegn Basel og Marseille, þar sem þeir voru á útivelli í fyrri leiknum. Sóknarleikur Real Madrid er öflugur og FC Bayern þarf að leggja áherslu á að tvöfalda og vera með góða hjálparvörn gegn þeim Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuaín. FC Bayern fór gjörsamlega hamförum í sóknarleiknum gegn Basel en ég á ekki von á því gegn Real Madrid. Það er mitt mat að Jupp Heynckes þjálfari FC Bayern muni ekki setja einhvern leikmann í „maður á mann" varnarleik gegn Ronaldo. Þeir munu þess í stað hjálpast að með varnarleikinn gegn Ronaldo." Reynir segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá liði Real Madrid frá því að Jose Mourinho tók við liðinu. „Mourinho þjálfari Real Madrid mun eflaust leggja áherslu á að Ronaldo verði mjög virkur í sóknarleiknum á vinstri vængnum. Arjen Robben er ekki sá besti í hjálparvörninni og Philipp Lahm hægri bakvörður FC Bayern þarf að fá mikla hjálp frá Hollendingnum í þessum leik". Reynir bætir því við að Þjóðverjarnir séu alltaf líklegir til þess að skora mark og agaður varnarleikur liðsins geti skilað góðum úrslitum á heimavelli. Arjen Robben hefur verið mjög vaxandi á þessari leiktíð, Franck Ribéry er frábær leikmaður og ekki má gleyma Mario Gómez sem hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum. Aðeins Lionel Messi hjá Barcelona og Ronaldo hjá Real Madrid hafa gert betur í Meistaradeildinni í vetur. Það getur því allt gerst í þessum leik." „Mourinho hefur lagt mikla áherslu á að laga varnarleik liðsins frá því hann tók við liðinu. Hann er óhræddur við að „pakka" í vörn ef þess er þörf og gefa langar sendingar fram völlinn. Þetta er einkenni Mourhino. Real Madrid, þetta stóra og þekkta félag, fer núna í útileiki leikur af varfærni og yfirvegun. Liðið er yfirleitt alltaf með tvo varnartengiliði fyrir framan fjögurra manna varnarlínu. Sami Khedira og Xabi Alonso eru gríðarlega duglegir á miðjunni – og það hefur oft skort hjá Real Madrid í gegnum tíðina, að vera með menn á miðjunni sem geta varist. Real Madrid náði fínum úrslitum gegn CSKA Moskvu í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem liðið skoraði mark á útivelli í 1-1 jafnteflisleik. Það var fínt veganesti fyrir síðari leikinn sem endaði 4-1," sagði Reyni Leósson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira