Erlent

Norðmenn syngja til að lýsa andúð á voðaverkunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Behring Breivik fyrir rétti.
Anders Behring Breivik fyrir rétti. mynd/ afp.
Norðmenn ætla að fjölmenna í miðborg Oslóar í dag til þess að syngja lagið Regnbogabarn. Með þessu vilja Norðmenn lýsa andúð sinni á Anders Behring Breivik og voðaverkum sem hann framdi í Osló og Útey í fyrra, en réttarhöld yfir Breivik standa nú yfir eins og kunnugt er. Breivik hefur lýst andúð sinni á laginu og sagt að það feli í sér marxísk skilaboð. Eftir sönginn verður minningarathöfn og mun formaður stuðningshóps fórnarlambanna í Útey, Trond Henry Blattmann, halda ræðu. Norska blaðið Aftenposten segir að menningarmálaráðherrar frá fimm Norðurlöndum verði viðstaddir athöfnina í Osló í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×