Atli telur að rétt hafi verið að ákæra Geir Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 15:49 Atli Gíslason segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira