Sprengjutilræðið í Osló sett á svið 24. apríl 2012 12:08 Úr myndbandi sem lögreglan í Osló setti saman. mynd/NRK Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira