Reynir: Barcelona kemst í úrslitaleikinn 24. apríl 2012 06:00 Stjórarnir Pep Guardiola og Roberto Di Matteo. Nordic Photos / Getty Images Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira