Innlent

Bjarni: Nær algjör fullnaðarsigur hjá Geir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir meginniðustöðu dómsins yfir Geir Haarde í dag vera þá að þeir ákæruliðir sem báru uppi umræðuna á Alþingi í aðdraganda málsins og eiga rætur að rekja til rannsóknarskýrslunar, séu þeir liðir sem Geir er sýknaður af. „Þetta eru liðirnir sem voru taldir hafa átt með fall bankakerfisins að gera."

Geir hefur því að hans mati unnið nær algjöran fullnaðarsigur í málinu. „En ég harma mjög að þetta formsatriði, sem tengist áratuga venju í íslenskri stjórnsýslu, skuli hafa orðið tilefni til sakfellingar eins og við sáum í dag," segir Bjarni en Geir var sakfelldur fyrir að hafa ekki boðað ráðherra til funda um mikilvæg málefni fyrir hrun 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×