Geir átti að upplýsa Björgvin um fundinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 15:58 Geir Haarde við aðalmeðferð málsins fyrir Landsdómi. mynd/ GVA. Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni. „Viðskiptaráðherra, sem fór með mál sem vörðuðu fjármálamarkaðinn, þar með talda bankana, sat ekki fund ákærða, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra með bankastjórn Seðlabanka Íslands 7. febrúar 2008. Af þeim sökum var ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. Ekki verður dregið í efa að ákærði hafi af pólitískum ástæðum þurft að upplýsa utanríkisráðherra sem formann hins ríkisstjórnarflokksins um þá alvarlegu stöðu, sem uppi var, en slíkt ólögmælt samráð getur sem áður segir ekki komið í stað þess samstarfs, sem stjórnarskrá og lög gera ráð fyrir að forsætisráðherra hafi við aðra ráðherra um einstök mál sem undir þá heyra," segir meirihluti Landsdóms. Meirihlutinn segir jafnframt að vegna þeirrar hættu, sem vofði yfir bönkunum, hafi verið brýnt að komið yrði þá þegar á nánu samstarfi milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að rannsaka málið ofan í kjölinn undir sameiginlegri yfirstjórn ráðherranna, sem stofnanirnar heyrðu undir, en það voru viðskiptaráðherra og Geir sem forsætisráðherra. Í því sambandi verði ekki horft fram hjá því að með slíku samstarfi stofnananna tveggja, þar sem gætt hefði verið af hendi Fjármálaeftirlitsins skýrrar skyldu samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1998 til að veita seðlabankanum upplýsingar um starfsemi viðskiptabankanna, kynni að hafa verið leitt í ljós að þeir hafi ekki aðeins átt við lausafjárvanda að etja, svo sem talið var allt frá byrjun árs 2008, heldur einnig eiginfjárvanda vegna svonefndra krosslánatengsla. Gögn málsins bendi til að grunsemdir hafi þá þegar vaknað um að ekki væri allt með felldu í því efni, svo sem kom meðal annars fram í minnisblaði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um fund hennar 15. janúar 2008 með viðskiptaráðherra, aðstoðarmanni hans og formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni. „Viðskiptaráðherra, sem fór með mál sem vörðuðu fjármálamarkaðinn, þar með talda bankana, sat ekki fund ákærða, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra með bankastjórn Seðlabanka Íslands 7. febrúar 2008. Af þeim sökum var ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. Ekki verður dregið í efa að ákærði hafi af pólitískum ástæðum þurft að upplýsa utanríkisráðherra sem formann hins ríkisstjórnarflokksins um þá alvarlegu stöðu, sem uppi var, en slíkt ólögmælt samráð getur sem áður segir ekki komið í stað þess samstarfs, sem stjórnarskrá og lög gera ráð fyrir að forsætisráðherra hafi við aðra ráðherra um einstök mál sem undir þá heyra," segir meirihluti Landsdóms. Meirihlutinn segir jafnframt að vegna þeirrar hættu, sem vofði yfir bönkunum, hafi verið brýnt að komið yrði þá þegar á nánu samstarfi milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að rannsaka málið ofan í kjölinn undir sameiginlegri yfirstjórn ráðherranna, sem stofnanirnar heyrðu undir, en það voru viðskiptaráðherra og Geir sem forsætisráðherra. Í því sambandi verði ekki horft fram hjá því að með slíku samstarfi stofnananna tveggja, þar sem gætt hefði verið af hendi Fjármálaeftirlitsins skýrrar skyldu samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1998 til að veita seðlabankanum upplýsingar um starfsemi viðskiptabankanna, kynni að hafa verið leitt í ljós að þeir hafi ekki aðeins átt við lausafjárvanda að etja, svo sem talið var allt frá byrjun árs 2008, heldur einnig eiginfjárvanda vegna svonefndra krosslánatengsla. Gögn málsins bendi til að grunsemdir hafi þá þegar vaknað um að ekki væri allt með felldu í því efni, svo sem kom meðal annars fram í minnisblaði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um fund hennar 15. janúar 2008 með viðskiptaráðherra, aðstoðarmanni hans og formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira