Erlent

Aðstandendur fórnarlamba Breivik varaðir við réttarhaldinu í dag

Aðstandendur fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik hafa verið varaðir við að sitja í réttarhaldinu yfir honum í dag. Þá verður farið nákvæmlega í gegnum hvert þeirra 69 morða sem Breivik framdi í Útey og Breivik beðinn að útskýra gjörðir sínar í smáatriðum.

Í fréttum í norskum fjölmiðlum segir að þessar lýsingar Breivik gætu valdið tilfinningauppnámi hjá aðstandendum hinna myrtu sem og miklu andlegu álagi.

Lögmaður Breivik segir að réttarhaldið í dag geti orðið hryllilegt fyrir aðstandendurna og bendir þeim á að þeir geti yfirgefið réttarsalinn hvenær sem þeir vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×