Erlent

Handtöku Breiviks lýst

Anders Behring Breivik í réttarsal.
Anders Behring Breivik í réttarsal. mynd/AP
Norskir lögreglumenn báru vitni í máli Anders Behring Breivik í Osló í gær. Þeir lýstu því þegar fjöldamorðinginn var handsamaður í Útey, 22. júlí síðastliðinn, stuttu eftir að hann hafði myrt 69 manns.

Breivik, sem einnig ber ábyrgð á dauða átta manns í Osló, hefur viðkennt hlut sinn í ódæðunum. Hann þvertekur þó fyrir að hafa brotið lög.

Það var átakanleg stund í réttarsalnum í Osló þegar handtöku Breivik var lýst. Þá sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Haavard Gaasbakk að aðkoman í Útey hefði verið hræðileg.

Hann greindi frá því að nokkur ungmenni hefðu forðað sér frá lögreglumönnunum en þau héldu að þeir væru vitorðsmenn Breiviks.

Frá Útey.mynd/AFP
Breivik gafst upp um leið og lögreglumennirnir komu á vettvang. Gaasbakk sagði að Breivik hefði aðallega verið umhugað um skurð sem hann hafði fengið á vísifingur sinn. Þá hafði hann miklar áhyggjur af blóðskorti vegna skurðsins.

„Þá færð engann plástur frá mér," sagði Gaasbakk þá. „Horfðu í kringum þig — hér er látið og sært fólk."

Þá lýst Gaasbakk því þegar Breivik sagði: „Þið eruð ekki óvinir mínir. Við erum bræður. Ég verð að forða Noregi frá Íslam."

Á eftir Gaasbakk steig lögreglumaðurinn Oerjan Tombre í vitnastúku. Hann sagði að Breivik hefði klætt sig úr lögreglubúningnum sínum og stillt sér upp eins og kraftlyftingarmaður þegar lögreglumennirnir tóku myndir af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×