Forseti sem þorir Eirún Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2012 13:00 Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar