Erlent

Dómari í Breivik málinu spilaði kapal í réttarsal

BBI skrifar
Anders Behring Breivik
Anders Behring Breivik
Dómari í Breivik málinu sást í dag leggja kapal í tölvunni sinni meðan á vitnaleiðslum stóð.

Á mynd sem birtist í norskum fjölmiðlum sést Ernst Henning Eielsen, einn af fimm dómurum í málinu, leika sér í tölvukapalnum solitaire.

„Fólk hefur mismunandi leiðir til að halda sér einbeittu," sagði talskona réttarins í fjölmiðlum í dag, en myndin hefur vakið töluverða athygli. „Dómararnir fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem fram kemur fyrir réttinum."

Fyrir dómnum í dag sagði Breivik frá því að þegar hann var ungur var hann tvisvar sinnum lítilsvirtur af múslimum. Annars vegar þegar hann var sjö ára og tyrkneskur faðir vinar hans skemmdi reiðhjól sem Breivik átti. Hins vegar þegar hann var 15 ára og pakistanskur bílstjóri sló hann fyrir að hanga utan á bifreið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×