Viðskipti innlent

Sér­stakur sak­sóknari telur rann­sóknina ekki ó­nýta

MH og JHH skrifar
Við fyrirtöku málsins í morgun.
Við fyrirtöku málsins í morgun. mynd/ mh.

Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar.

Verjendur sakborninganna í málinu, þeirra Guðumundar Hjaltasonar og Lárusar Welding, mótmæltu framlagningu greinargerðarinnar. Þeir sögðu jafnframt skrýtna stöðu komna upp í málinu þar sem ríkissaksóknari væri kominn með embætti sérstaks saksóknara til skoðunar. Úrskurður verður kveðinn upp klukkan tvö í dag hvort sérstakur saksóknari fær að leggja umrædda greinargerð fram.

„Þessi rannsókn leiddi til ákæru á hendur skjólstæðingi mínum. Og eins og komið hefur fram í réttarhaldinu telja ákærðu engum blöðum um það að fletta að rannsakendur hafa ekki verið hæfir til að fara með rannsókn þessa máls vegna augljósra hagsmunaárekstra og fyrir því liggja skrifleg gögn,“ segir Þórður Bogason verjandi Guðmundar Hjaltasonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×