Fótbolti

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna titlinum síðasta sumar.
KR-ingar fagna titlinum síðasta sumar. Mynd/Daníel
Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum. Íslandsmeistarar KR eru í potinnum í Meistaradeildinni en FH, ÍBV og Þór Akureyri eru í pottinum í Evrópudeildinni.

Í Meistaradeild UEFA verður dregið í fyrstu tvær umferðir forkeppninnar og koma KR-ingar inn í aðra umferð. Leikið verður heima og heiman, dagana 17. - 18. júlí og 24. - 25. júlí.

Sömuleiðis verður dregið í fyrstu tvær umferðirnar í Evrópudeild UEFA og þar verða FH, ÍBV og Þór Akureyri öll í hattinum þegar dregið verður í fyrstu umferðina. Leikdagar í fyrstu umferðinni eru 5. júlí og 12. júlí.

Það er búið er að skipta félögunum í riðla fyrir dráttinn í 2. umferð Meistaradeildar UEFA og það er ljóst að KR mætir félagi frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi, Finnlandi eða Litháen. KR lendir því á móti einu þessara liða: FC Basel, FC Red Bull Salzburg, Helsingborgs IF, FK Ventspils, HJK Helsinki eða FK Ekranas. Þetta kom fram á heimasíðu KR.

Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA og hefst drátturinn í Meistaradeildina kl. 10:00 að íslenskum tíma en dregið verður í Evrópudeildina kl. 11:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×