Lokamálflutningur að hefjast í máli Breivik 21. júní 2012 10:32 Breivik hefur viðurkennt að hafa banað fólkinu mynd/afp Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira