Versta fjöldamorð norðurlanda á okkar tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. júlí 2012 19:15 Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira