Fólk lítur björtum augum til framtíðar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 12:00 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna, er nú stödd í Noregi. mynd/AFP Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira