Dómurinn kveðinn upp á morgun KHN skrifar 23. ágúst 2012 23:28 Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira