Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2012 17:45 Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira