Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2012 20:15 Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira