Átta sigrar í röð hjá Keflavík - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2012 21:15 Valur Orri Valsson. Mynd/Stefán Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík unni bæði góða heimasigra í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann níu stiga sigur á Skallagrími í Toyota-höllinni og Njarðvík vann 31 stigs sigur á KFÍ í Ljónagryfjunni.Topplið Snæfells lenti í vandræðum með botnlið Tindastóls í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Dominos-deild karla í körfubolta en vann að lokum tíu stiga sigur, 86-76. Snæfell hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með tveggja stiga forskot á toppnum.Íslandsmeistarar Grindavíkur stöðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar i Dominosdeild karla í kvöld með því að vinna Garðbæinga 90-86 í spennuleik í Röstinni í Grindavík. Grindavík og Stjarnan eru því jöfn að stigum í toppbaráttunni þegar sjö umferðir eru búnar en bæði liðin hafa náð í 10 stig af 14 mögulegum.Keflvíkingar unnu Skallagrím, 81-72, en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum. Nýi bandaríski leikmaður liðsins, Stephen McDowell, fór á kostum í fyrri hálfleiknum (16 stig og 4 stoðsendingar) á meðan liðið náði góðu forskoti. Skallagrímsmenn héldu í við Keflavík í fyrsta leikhlutanum og voru 22-21 yfir í lok hans eftir að hafa unnið síðustu tvær mínúturnar 6-0. Skallagrímur komst í 24-21 í fyrstu sókn annars leikhlutans en þó fóru heimamenn í gang og unnu næstu átta mínútur 22-5. Keflavík var komið með öll völd í leiknum og var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 48-32. Keflavík náði mest 22 stiga forskoti, 64-42 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Borgnesingar gáfust ekki upp. Þeir komu muninum niður í tólf stig, 66-54, fyrir fjórða leikhlutann og náðu að minnka muninn í fimm stig, 68-63, þegar tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar héldu út og unnu fjórða deildarleikinn sinn í röð.Njarðvíkingar komu sér upp úr fallsæti með sannfærandi 31 stigs sigri á nýliðum KFÍ, 103-72, en Ísfirðingar eru fyrir vikið dottnir niður í næstneðsta sæti deildarinnar. Njarðvíkingar stungu af í upphafi leiks. Þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-8 og voru 52-32 yfir í hálfleik.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins:Snæfell-Tindastóll 86-76 (17-21, 24-18, 24-27, 21-10)Snæfell: Sveinn Arnar Davíðsson 20/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 18, Jón Ólafur Jónsson 16/10 fráköst, Jay Threatt 12/5 fráköst/12 stoðsendingar, Asim McQueen 10/6 fráköst, Ólafur Torfason 5/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 .Tindastóll: Drew Gibson 24/7 fráköst/8 stoðsendingar, George Valentine 16/10 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 10/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Sigtryggur Arnar Björnsson 2.Njarðvík-KFÍ 103-72 (28-8, 24-24, 19-17, 32-23)Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 21/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 19, Marcus Van 17/9 fráköst, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 7, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 4/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Magnús Már Traustason 2.KFÍ: Damier Erik Pitts 17/5 fráköst, Momcilo Latinovic 15, Mirko Stefán Virijevic 13/10 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12/5 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 9/6 fráköst, Leó Sigurðsson 4, Óskar Kristjánsson 2.Grindavík-Stjarnan 90-86 (25-26, 23-15, 14-22, 28-23)Grindavík: Aaron Broussard 24/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 19/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst, Samuel Zeglinski 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 5/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 1 .Stjarnan: Brian Mills 27/11 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/6 fráköst, Justin Shouse 15/6 fráköst/14 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Jovan Zdravevski 3/4 fráköst.Keflavík-Skallagrímur 81-72 (21-22, 27-10, 18-22, 15-18)Keflavík: Michael Craion 25/15 fráköst, Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 9/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2, Snorri Hrafnkelsson 1 .Skallagrímur: Haminn Quaintance 29/19 fráköst/5 stolnir, Carlos Medlock 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 9/8 fráköst, Sigmar Egilsson 6, Birgir Þór Sverrisson 1, Trausti Eiríksson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík unni bæði góða heimasigra í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann níu stiga sigur á Skallagrími í Toyota-höllinni og Njarðvík vann 31 stigs sigur á KFÍ í Ljónagryfjunni.Topplið Snæfells lenti í vandræðum með botnlið Tindastóls í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Dominos-deild karla í körfubolta en vann að lokum tíu stiga sigur, 86-76. Snæfell hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með tveggja stiga forskot á toppnum.Íslandsmeistarar Grindavíkur stöðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar i Dominosdeild karla í kvöld með því að vinna Garðbæinga 90-86 í spennuleik í Röstinni í Grindavík. Grindavík og Stjarnan eru því jöfn að stigum í toppbaráttunni þegar sjö umferðir eru búnar en bæði liðin hafa náð í 10 stig af 14 mögulegum.Keflvíkingar unnu Skallagrím, 81-72, en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum. Nýi bandaríski leikmaður liðsins, Stephen McDowell, fór á kostum í fyrri hálfleiknum (16 stig og 4 stoðsendingar) á meðan liðið náði góðu forskoti. Skallagrímsmenn héldu í við Keflavík í fyrsta leikhlutanum og voru 22-21 yfir í lok hans eftir að hafa unnið síðustu tvær mínúturnar 6-0. Skallagrímur komst í 24-21 í fyrstu sókn annars leikhlutans en þó fóru heimamenn í gang og unnu næstu átta mínútur 22-5. Keflavík var komið með öll völd í leiknum og var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 48-32. Keflavík náði mest 22 stiga forskoti, 64-42 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Borgnesingar gáfust ekki upp. Þeir komu muninum niður í tólf stig, 66-54, fyrir fjórða leikhlutann og náðu að minnka muninn í fimm stig, 68-63, þegar tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar héldu út og unnu fjórða deildarleikinn sinn í röð.Njarðvíkingar komu sér upp úr fallsæti með sannfærandi 31 stigs sigri á nýliðum KFÍ, 103-72, en Ísfirðingar eru fyrir vikið dottnir niður í næstneðsta sæti deildarinnar. Njarðvíkingar stungu af í upphafi leiks. Þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-8 og voru 52-32 yfir í hálfleik.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins:Snæfell-Tindastóll 86-76 (17-21, 24-18, 24-27, 21-10)Snæfell: Sveinn Arnar Davíðsson 20/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 18, Jón Ólafur Jónsson 16/10 fráköst, Jay Threatt 12/5 fráköst/12 stoðsendingar, Asim McQueen 10/6 fráköst, Ólafur Torfason 5/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 .Tindastóll: Drew Gibson 24/7 fráköst/8 stoðsendingar, George Valentine 16/10 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 10/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Sigtryggur Arnar Björnsson 2.Njarðvík-KFÍ 103-72 (28-8, 24-24, 19-17, 32-23)Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 21/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 19, Marcus Van 17/9 fráköst, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 7, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 4/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Magnús Már Traustason 2.KFÍ: Damier Erik Pitts 17/5 fráköst, Momcilo Latinovic 15, Mirko Stefán Virijevic 13/10 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12/5 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 9/6 fráköst, Leó Sigurðsson 4, Óskar Kristjánsson 2.Grindavík-Stjarnan 90-86 (25-26, 23-15, 14-22, 28-23)Grindavík: Aaron Broussard 24/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 19/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst, Samuel Zeglinski 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 5/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 1 .Stjarnan: Brian Mills 27/11 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/6 fráköst, Justin Shouse 15/6 fráköst/14 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Jovan Zdravevski 3/4 fráköst.Keflavík-Skallagrímur 81-72 (21-22, 27-10, 18-22, 15-18)Keflavík: Michael Craion 25/15 fráköst, Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 9/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2, Snorri Hrafnkelsson 1 .Skallagrímur: Haminn Quaintance 29/19 fráköst/5 stolnir, Carlos Medlock 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 9/8 fráköst, Sigmar Egilsson 6, Birgir Þór Sverrisson 1, Trausti Eiríksson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira