Fótbolti

Fjórða jafnteflið hjá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í rúmar 60 mínútur þegar að Tottenham gerði markalaust jafntefli við Tottenham í Evrópudeild UEFA.

Leikurinn fór fram á Ítalíu en úrslitin dugðu Lazio til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitum keppninnar.

Tottenham er í öðru sæti með sjö stig og mætir Panathinakos á heimavelli í lokaumferðinni. Grikkirnir eru með fimm stig og verður þetta því hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fari áfram. Tottenham dugir þó jafntefli.

Þetta var fjórða jafntefli Tottenham í Evrópudeildinni þetta tímabilið. Gareth Bale kom reyndar boltanum í netið en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu.

Hugo Loris átti góðan leik í marki Tottenham og átti stærstan þátt í stigi sinna manna.

Gylfi Þór byrjaði ágætlega í leiknum en það dró af honum eftir því sem leið á leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin í riðlum G til L. Í sumum þeirra liggur fyrir hvaða lið fara áfram upp úr riðlakeppninni þó svo að lokaumferðin sé enn eftir.

G-riðill:

Basel - Sporting 3-0

Videoton - Genk 0-1

H-riðill:

Rubin - Inter 3-0

Neftchi Baku - Partizan 1-1

Rubin Kazan og Inter áfram.

I-riðill:

Hapoel Ironi - Athletic (frestað)

Sparta Prag - Lyon 1-1

Lyon og Sparta Prag áfram.

J-riðill:

Lazio - Tottenham 0-0

Panathinaikos - Maribor 1-0

Lazio áfram.

K-riðill:

Metalist - Leverkusen 2-0

Rosenborg - Rapíd Vín 3-2

Metalist og Leverkusen áfram.

L-riðill:

Hannover 96 - Twente 0-0

Helsingborg - Levante 1-3

Hannover og Levante áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×