Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld Arnar Björnsson skrifar 5. desember 2012 12:15 Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. Nordic Photos / Getty Images Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira