Íbúar á Eyrarbakka skelkaðir vegna strokufanga 19. desember 2012 19:09 „Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira