Innlent

Homeland snýr aftur

Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime mun hefja tökur á þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna Homeland á vormánuðum næsta árs. Homeland er einn vinsælasta sjónvarpsþáttur veraldar um þessar mundir.

Önnur þáttaröð leið undir lok á sunnudaginn vestanhafs og horfðu um 2.3 milljónir manna á lokaþáttinn. Vinsældir Homeland hafa aukist jafnt og þétt síðustu vikurnar. Að sama skapi hafa gagnrýnendur ausið lofi á þættina.

Allir helstu leikendur munu snúa aftur í hlutverk sín, þar á meðal Claire Danes sem Carrie Mathison, Damian Lewis sem Nicholas Brody og Mandy Patinkin sem Saul Berenson.

Þá var Homeland tilnefndur til Golden Globe verðlauna sem besti sjónvarpsþáttur ársins 2012. Danes, Lewis og Patinkin voru einnig tilnefnd fyrir leik sinn í þáttunum.

Patinkin hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í Homeland en hann hefur einnig verið á milli tannanna á fólki eftir heldur óvanalegt atvik sem átti sér stað í spjallþætti vestanhafs á dögunum.

Þar þurfti fréttamaður að víkja úr setti þegar eiginkona hans fékk fæðingarhríðir. Patinkin voru svo hamingjusamur fyrir hönd hans að hann sá sér ekki annað fært en að bresta í söng.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×