Jón Gnarr vekur hrifningu netverja - svarar spurningum um allt milli himins og jarðar 11. desember 2012 21:35 Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. mynd/stefán karlsson Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira