Jón Gnarr vekur hrifningu netverja - svarar spurningum um allt milli himins og jarðar 11. desember 2012 21:35 Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. mynd/stefán karlsson Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira