Erlent

Hríðskotabyssur vinsæl jólagjöf í Bandaríkjunum

Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.
Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.

Margir Bandaríkjamenn fengu skammbyssur, riffla og hríðskotabyssur í jólagjöf.



Tvær vikur eru frá skotárásinni í Sandy Hook barnaskólanum í bænum Newtown í Connecticut þar sem tuttugu lítil börn og sex fullorðnir létust.



Fljótlega eftir skotárásina náði umræðan um byssueign nýjum hæðum í landinu. Fjöldi þrýstihópa fór fram á að skotvopnalöggjöfina yrði hert og sjálfur forsetinn, Barack Obama, að breytinga væri þörf til að slíkt myndi ekki endurtaka sig enn einu sinni.



Síðan þá hefur sala á byssum í landinu aukist gríðarlega enda margir hræddir við hertari löggjöf. Vefurinn Atlantic Wire veltir því fyrir sér að ein ástæða aukningarinnar sé sú að margir gáfu byssur í jólagjöf.



Því til staðfestingar birtir vefurinn fjöldann allan af myndum af samskiptaforritinu Instagram, þar sem ungir Bandaríkjamenn standa stoltir fyrir framan jólatréð með hríðskotabyssur - með myndum fylgja textar á borð við: "Gleðileg jól" "Frá bestu fósturmömmu í heimi" og "ekki brjótast inn til mín".



Á síðasta ári létust yfir tíu þúsund í skotárásum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×