Kynhvöt karla og kvenna Teitur Guðmundsson skrifar 21. janúar 2012 06:00 Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun