Heggur sá er hlífa skyldi Líf Magneudóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar