Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára 29. febrúar 2012 07:30 Ragnheiður Hildigerður, elsta afmælisbarn landsins, heldur upp á 22. afmælisdaginn sinn í dag með fjölskyldu og vinum. Fréttablaðið/stefán Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is
Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira