Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára 29. febrúar 2012 07:30 Ragnheiður Hildigerður, elsta afmælisbarn landsins, heldur upp á 22. afmælisdaginn sinn í dag með fjölskyldu og vinum. Fréttablaðið/stefán Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is
Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira