Skattpíning Sjálfstæðisflokksins á börnum afnumin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2012 07:00 Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum, ritaði grein sem birt var á þessum stað í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni „Ríkisstjórn Jóhönnu og skattpíning barna". Það er rétt hjá Matthíasi að ég hef á löngum stjórnmálaferli fjallað um skattlagningu barna. Má þar nefnda hróplegt óréttlæti sem fólst í því að fyrir meira en áratug í tíð sjálfstæðismanna greiddu 15 ára unglingar fjórfalt hærri skatt af tekjum sínum en 16 ára unglingar vegna undarlegra skattareglna. Það er hins vegar alrangt hjá Matthíasi að ríkisstjórn mín hafi staðið fyrir hækkun á sköttum barna og unglinga eða almennings yfirleitt þegar kemur að vaxtatekjum af bankabókum og innstæðum í fjármálastofnunum. Reyndar má fullyrða að í langflestum tilvikum hafa skattar á þessa hópa lækkað vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á fjármagnstekjuskatti. Samhliða hækkun skatthlutfallsins í 20 prósent var innleitt frítekjumark að upphæð 100.000 kr á ári fyrir einstaklinga og 200.000 kr fyrir hjón. Í tíð sjálfstæðismanna höfðu vaxtatekjur af bankainnstæðum alls almennings verið skattlagðar frá fyrstu krónu. Öllum almennum sparnaði, ekki síst hjá börnum og unglingum, var því hlíft við skattlagningu eftir að ríkisstjórn mín hafði breytt skattkerfinu ólíkt því sem áður var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er reyndin sú að ríkir fjármagnseigendur greiða bróðurpartinn af þeim fjármagnstekjuskatti sem innheimtur er í landinu. Matthías ætti einnig að íhuga hvaða sögu eftirfarandi staðreyndir segja um það þjóðfélag sem við búum nú í. Árið 2010 var fjármagnstekjuskattur lagður á tæplega 183 þúsund einstaklinga. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur lagður á rétt um 47 þúsund einstaklinga. Á einu ári fækkaði þeim sem greiddu fjármagnstekjuskatt um 136 þúsund, ekki síst vegna þess skattfrelsis sem núverandi ríkisstjórn innleiddi fyrir allan minniháttar sparnað, m.a. hjá börnum og unglingum. Við jafnaðar- og vinstrimenn, sem nú stýrum landinu, beitum skattkerfinu gegn ójöfnuðinum sem flokkur Matthíasar stuðlaði að árum saman með ívilnandi hætti fyrir hina ríku. Við erum stolt af því að hafa snúið af óheillabraut ójöfnuðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum, ritaði grein sem birt var á þessum stað í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni „Ríkisstjórn Jóhönnu og skattpíning barna". Það er rétt hjá Matthíasi að ég hef á löngum stjórnmálaferli fjallað um skattlagningu barna. Má þar nefnda hróplegt óréttlæti sem fólst í því að fyrir meira en áratug í tíð sjálfstæðismanna greiddu 15 ára unglingar fjórfalt hærri skatt af tekjum sínum en 16 ára unglingar vegna undarlegra skattareglna. Það er hins vegar alrangt hjá Matthíasi að ríkisstjórn mín hafi staðið fyrir hækkun á sköttum barna og unglinga eða almennings yfirleitt þegar kemur að vaxtatekjum af bankabókum og innstæðum í fjármálastofnunum. Reyndar má fullyrða að í langflestum tilvikum hafa skattar á þessa hópa lækkað vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á fjármagnstekjuskatti. Samhliða hækkun skatthlutfallsins í 20 prósent var innleitt frítekjumark að upphæð 100.000 kr á ári fyrir einstaklinga og 200.000 kr fyrir hjón. Í tíð sjálfstæðismanna höfðu vaxtatekjur af bankainnstæðum alls almennings verið skattlagðar frá fyrstu krónu. Öllum almennum sparnaði, ekki síst hjá börnum og unglingum, var því hlíft við skattlagningu eftir að ríkisstjórn mín hafði breytt skattkerfinu ólíkt því sem áður var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er reyndin sú að ríkir fjármagnseigendur greiða bróðurpartinn af þeim fjármagnstekjuskatti sem innheimtur er í landinu. Matthías ætti einnig að íhuga hvaða sögu eftirfarandi staðreyndir segja um það þjóðfélag sem við búum nú í. Árið 2010 var fjármagnstekjuskattur lagður á tæplega 183 þúsund einstaklinga. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur lagður á rétt um 47 þúsund einstaklinga. Á einu ári fækkaði þeim sem greiddu fjármagnstekjuskatt um 136 þúsund, ekki síst vegna þess skattfrelsis sem núverandi ríkisstjórn innleiddi fyrir allan minniháttar sparnað, m.a. hjá börnum og unglingum. Við jafnaðar- og vinstrimenn, sem nú stýrum landinu, beitum skattkerfinu gegn ójöfnuðinum sem flokkur Matthíasar stuðlaði að árum saman með ívilnandi hætti fyrir hina ríku. Við erum stolt af því að hafa snúið af óheillabraut ójöfnuðarins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun