
Skattpíning Sjálfstæðisflokksins á börnum afnumin
Það er rétt hjá Matthíasi að ég hef á löngum stjórnmálaferli fjallað um skattlagningu barna. Má þar nefnda hróplegt óréttlæti sem fólst í því að fyrir meira en áratug í tíð sjálfstæðismanna greiddu 15 ára unglingar fjórfalt hærri skatt af tekjum sínum en 16 ára unglingar vegna undarlegra skattareglna.
Það er hins vegar alrangt hjá Matthíasi að ríkisstjórn mín hafi staðið fyrir hækkun á sköttum barna og unglinga eða almennings yfirleitt þegar kemur að vaxtatekjum af bankabókum og innstæðum í fjármálastofnunum. Reyndar má fullyrða að í langflestum tilvikum hafa skattar á þessa hópa lækkað vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á fjármagnstekjuskatti. Samhliða hækkun skatthlutfallsins í 20 prósent var innleitt frítekjumark að upphæð 100.000 kr á ári fyrir einstaklinga og 200.000 kr fyrir hjón. Í tíð sjálfstæðismanna höfðu vaxtatekjur af bankainnstæðum alls almennings verið skattlagðar frá fyrstu krónu.
Öllum almennum sparnaði, ekki síst hjá börnum og unglingum, var því hlíft við skattlagningu eftir að ríkisstjórn mín hafði breytt skattkerfinu ólíkt því sem áður var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er reyndin sú að ríkir fjármagnseigendur greiða bróðurpartinn af þeim fjármagnstekjuskatti sem innheimtur er í landinu.
Matthías ætti einnig að íhuga hvaða sögu eftirfarandi staðreyndir segja um það þjóðfélag sem við búum nú í. Árið 2010 var fjármagnstekjuskattur lagður á tæplega 183 þúsund einstaklinga. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur lagður á rétt um 47 þúsund einstaklinga. Á einu ári fækkaði þeim sem greiddu fjármagnstekjuskatt um 136 þúsund, ekki síst vegna þess skattfrelsis sem núverandi ríkisstjórn innleiddi fyrir allan minniháttar sparnað, m.a. hjá börnum og unglingum.
Við jafnaðar- og vinstrimenn, sem nú stýrum landinu, beitum skattkerfinu gegn ójöfnuðinum sem flokkur Matthíasar stuðlaði að árum saman með ívilnandi hætti fyrir hina ríku. Við erum stolt af því að hafa snúið af óheillabraut ójöfnuðarins.
Skoðun

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar