Ákærður fyrir tvö hryðjuverk 8. mars 2012 06:45 Þau Inga Bajer Engh og Svein Holden kynntu ákæruskjalið á blaðamannafundi í gær. nordicphotos/AFP Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæfan, en með þeim fyrirvara að eitthvað geti komið fram sem breyti því mati. Þetta kemur fram í ákæruskjali frá saksóknaraembættinu, sem birt var í gær. Gert er ráð fyrir því að réttarhöldin hefjist um miðjan apríl. Byggt var á áliti geðlækna sem telja Breivik vera alvarlega geðsjúkan. Enn er þó beðið mats annars hóps geðlækna, sem fenginn var til að fara yfir fyrra læknamatið. Lögmenn Breiviks segja hann ósáttan við að mat á geðheilbrigði hans sé með í ákæruskjalinu. Inga Bejer Engh ríkissaksóknari segir hugsanlegt að réttarhöldin muni snúast um að verjendur Breiviks reyni að færa rök að sakhæfi gegn rökum saksóknara um ósakhæfi. Hún segir málið fordæmalaust í norskri réttarsögu. Breivik hefur viðurkennt að hafa myrt 77 manns með sprengjuárás í miðborg Óslóar og skotárás á ungmennasamkomu á Úteyju 22. júlí síðasta sumar. Samkvæmt ákæruskjalinu voru 564 á Úteyju þegar Breivik kom þangað, en í háhýsinu í Ósló og á götunum fyrir utan voru samtals 325 manns í lífshættu. - gb Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæfan, en með þeim fyrirvara að eitthvað geti komið fram sem breyti því mati. Þetta kemur fram í ákæruskjali frá saksóknaraembættinu, sem birt var í gær. Gert er ráð fyrir því að réttarhöldin hefjist um miðjan apríl. Byggt var á áliti geðlækna sem telja Breivik vera alvarlega geðsjúkan. Enn er þó beðið mats annars hóps geðlækna, sem fenginn var til að fara yfir fyrra læknamatið. Lögmenn Breiviks segja hann ósáttan við að mat á geðheilbrigði hans sé með í ákæruskjalinu. Inga Bejer Engh ríkissaksóknari segir hugsanlegt að réttarhöldin muni snúast um að verjendur Breiviks reyni að færa rök að sakhæfi gegn rökum saksóknara um ósakhæfi. Hún segir málið fordæmalaust í norskri réttarsögu. Breivik hefur viðurkennt að hafa myrt 77 manns með sprengjuárás í miðborg Óslóar og skotárás á ungmennasamkomu á Úteyju 22. júlí síðasta sumar. Samkvæmt ákæruskjalinu voru 564 á Úteyju þegar Breivik kom þangað, en í háhýsinu í Ósló og á götunum fyrir utan voru samtals 325 manns í lífshættu. - gb
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira